
Útskrift úr Færniþjálfun á vinnumarkaði
Síðustu þrjá mánuði hefur staðið yfir metnaðarfullt tilraunaverkefni á vegum Vinnumálastofnunar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Fjölmenntar. Verkefnið heitir Færni á vinnumarkaði og er markmið þess er að efla hæfni fatlaðs fólks til aukinnar atvinnuþátttöku og er samstarfsverkefni fyrrgreindra aðila um að byggja brýr á milli kerfa og út á vinnumarkaðinn. Um var að ræða 180 klst nám sem skiptist í 70 klst bóklegt nám og 110 klst. starfsþjálfun á vinnustað. Í bóklega hlutanum var farið yfir grunnþætti s.s. réttindi og skyldur, samskipti á vinnustað og verkefni rýnd sem tengjast starfinu sem færniþjálfunin fór fram á. Auk þess sem áhersla var á að efla trú þátttakenda á eigin getu þ.e. að vinna með styrkleika sína og að eflast í ræðu, riti og starfi.