Fréttir
Útskriftarnemarnir ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum: Frá vinstri: Dagbjört Birgisdóttir, Bjarney Láru- Bjarnadóttir, Þorkell Rafnar Hallgrímsson, Guðmundur Ingi Einarsson, Unnar Eyjólfur Jensson, Ásgeir Sigurðsson, Áslaug Berta Guttormsdóttir, Kara Lau Eyjólfsdóttir og Ragnheiður. Sitjandi eru Bryndís Jóna Hilmarsdóttir og Júlíana Ósk Davíðsdóttir.

Útskrift úr Færniþjálfun á vinnumarkaði

Síðustu þrjá mánuði hefur staðið yfir metnaðarfullt tilraunaverkefni á vegum Vinnumálastofnunar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Fjölmenntar. Verkefnið heitir Færni á vinnumarkaði og er markmið þess er að efla hæfni fatlaðs fólks til aukinnar atvinnuþátttöku og er samstarfsverkefni fyrrgreindra aðila um að byggja brýr á milli kerfa og út á vinnumarkaðinn. Um var að ræða 180 klst nám sem skiptist í 70 klst  bóklegt nám og 110 klst. starfsþjálfun á vinnustað.  Í bóklega hlutanum var farið yfir grunnþætti s.s. réttindi og skyldur, samskipti á vinnustað og verkefni rýnd sem tengjast starfinu sem færniþjálfunin fór fram á. Auk þess sem áhersla var á að efla trú þátttakenda á eigin getu þ.e. að vinna með styrkleika sína og að eflast í ræðu, riti og starfi.

Útskrift úr Færniþjálfun á vinnumarkaði - Skessuhorn