
Samkaup og Heimkaup sameinast
Undanfarna mánuði hafa Samkaup hf. og Skel fjárfestingarfélag hf. átt í viðræðum um samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga Skel. Þeim viðræðum var slitið í lok október. Í kjölfarið voru skoðuð tækifæri með sameiningu Samkaupa og Heimkaupa og hafa aðilar átt í viðræðum með aðstoð sérfræðiráðgjafar og í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.