
Eiríkur við sjósetningu Akureyjar í Tyrklandi árið 2017.
Á sjó í yfir 50 ár og gengur sáttur frá borði
Skipstjórinn Eiríkur Jónsson hefur verið til sjós frá 15 ára aldri en kom nýlega í land eftir 52 ára feril við sjómennsku. Hann hefur ekki hugmynd um hvaðan það kom að fara á sjó en hann segist ekki sjá eftir neinu og er sáttur við að hafa tekið þessa ákvörðun á sínum tíma. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Eirík á heimili hans á dögunum og ræddi við hann um ævistarfið sem hefur gefið honum mikið í gegnum tíðina.