Fréttir
Vöktun arna, þar sem þeir eru mældir og merktir, leiðir af sér mikilvægar upplýsingar. Ljósm. Þorfinnur Sigurgeirsson.

Góður árangur í arnarvarpi á árinu

Afkoma hafarna á þessu ári var með svipuðu móti og árið á undan. Af 68 pörum sem urpu á þessu ári komu 43 pör upp ungum, eða rétt tæplega tvö af hverjum þremur pörum. Þetta kemur fram á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Á þessu ári urpu að minnsta kosti 68 arnarpör og 43 þeirra komu upp að minnsta kosti 55 ungum. Þar af var 51 ungi merktur. Þetta er sambærilegur árangur og árið 2023 þegar 43 pör komu upp 56 ungum. Árið 2022 var hins vegar með lakari árum í nýliðun. Arnarstofninn heldur áfram að vaxa hægt en stöðugt og nú eru um 90 arnaróðul í ábúð á vestanverðu landinu, frá Faxaflóa norður í Húnaflóa.

Góður árangur í arnarvarpi á árinu - Skessuhorn