Fréttir

true

Skallagrímur steinlá fyrir Fjölni

Skallagrímur tók á móti Fjölni frá Grafarvogi á föstudaginn í 1. deild karla í körfubolta. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en bæði höfðu unnið þrjá leiki og tapað sjö. Leikurinn hófst með mikilli flugeldasýningu, í boði gestanna frá Fjölni. Þeir spiluðu ákafan varnarleik, héldu sínum hraða í sóknarleiknum og spiluðu á sínum styrkleika.…Lesa meira

true

Dreifingu nýrra sorptunna lokið og flokkun hafin

Nú er lokið dreifingu og merkingu á sorpílátum á Akranesi vegna breytinga í fjögurra flokka flokkun á úrgangi frá heimilum. Matarleifar fara nú í Gaju á Leirármelum, plast- og pappa úrgangur fer í endurvinnslu hjá Terru og blandaður úrgangur fer til urðunar í Fíflholt. Í síðustu viku var brugðist við athugasemdum íbúa og frá starfsmönnum…Lesa meira

true

Vinakeðja á Varmalandi

Áralöng hefð er fyrir því í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi að hefja aðventuna með svokallaðri Vinakeðju og var hún föstudaginn 6. desember. Fram kemur á vef skólans að í upphafi skóladags komu foreldrar, nemendur og starfsfólk saman fyrir utan skólann, þar sem kveikt var á kyndlum. Síðan var gengið í halarófu í snjónum og myrkrinu…Lesa meira

true

Sameinast um nýtt starf við sjúkraflutninga

Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Dalabyggð auglýstu nýverið til umsóknar nýtt sameiginlegt starf við sjúkraflutninga í Búðardal. Um er að ræða fullt starf sem skiptist í 50% starf fyrir HVE og 50% starf fyrir Dalabyggð. Aðsetur starfsmanns verður á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá og með 1. janúar…Lesa meira

true

Brák kaupir fjölbýlishúsið við Dalbraut 6 á Akranesi af Leigufélagi aldraðra

Leigufélag aldraðra hses. og Brák íbúðafélag hses. hafa komist að samkomulagi um að Brák kaupi öll þrjú fjölbýlishús Leigufélags aldraðra sem eru samtals 80 leiguíbúðir fyrir eldra fólk. Með kaupunum er ætlunin að ná fram aukinni stærðarhagkvæmni og renna styrkari stoðum undir rekstur íbúðanna og áframhaldandi útleigu þeirra til tekju- og eignalægra eldra fólks. Íbúðirnar…Lesa meira

true

Jólasveinar briddsfélagsins

Í gærkvöldi fór árlegur Jólasveinatvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar fram í Logalandi. Til að nasla í á milli spila var boðið upp á tvíreykt sauðalæri og konfekt með tilheyrandi drykkjarföngum. Að venju var dregið saman í pör og spiluð 24 spil. Afar mjótt var á munum en leikar fóru þannig að Sveinbjörn Eyjólfsson og mótsstjórinn Ingimundur Jónsson…Lesa meira

true

Spáð er éljagangi um vestanvert landið með kvöldinu

Í dag snýst í suðvestan 8-18 m/s og hlýnar með skúrum eða slydduéljum, hvassast norðvestantil. Úrkomulítið verður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig eftir hádegi. Él á vestanverðu landinu í kvöld og kólnar. Vestan og suðvestan 8-15 á morgun og él, en þurrt að kalla austantil. Yfirleitt hægari seinnipartinn. Frost víða 0…Lesa meira

true

Sóttu jólatré í Skjólbeltin

Fimmtudaginn 5. desember fóru nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri ásamt leikskólahópi Andabæjar, að sækja jólatré í Skjólbeltin. Þetta er árleg ferð og alltaf mikill spenningur í hópnum. Sitt sýndist hverjum um hvaða tré skyldi valið en að lokum sammæltist allur hópurinn um fallegt tré sem var sagað niður og borið í skólann. Þar verður það…Lesa meira

true

Gatnagerð hafin við Vallarás í Borgarnesi

Framkvæmdir eru hafnar við þrjá botnlanga í götum í iðnaðarhverfinu við Vallarás í Borgarnesi. Búið er að úthluta tíu lóðum. Borgarverk sér nú um jarðvegsskipti í botnlanga nr. 12, 14 og 16. Lokanir eru fyrirhugaðar á veginum sem liggur um Vallarás en hjáleið um Vindás verður opin.Lesa meira

true

Sturla GK keyptur og verður Hringur SH

Fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði hefur fest kaup á togaranum Sturlu GK 12 af Þorbirni hf í Grindavík. Skipið fer í slipp eftir helgina og eru kaupin gerð með fyrirvara um að það standist allsherjar skoðun. Togarinn mun leysa Hring SH 153 af hólmi en hann er kominn til ára sinna og kominn tími…Lesa meira