
Gatnagerð hafin við Vallarás í Borgarnesi
Framkvæmdir eru hafnar við þrjá botnlanga í götum í iðnaðarhverfinu við Vallarás í Borgarnesi. Búið er að úthluta tíu lóðum. Borgarverk sér nú um jarðvegsskipti í botnlanga nr. 12, 14 og 16. Lokanir eru fyrirhugaðar á veginum sem liggur um Vallarás en hjáleið um Vindás verður opin.