
Gengið í halarófu upp að Laugahnjúki. Ljósm. GBF
Vinakeðja á Varmalandi
Áralöng hefð er fyrir því í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi að hefja aðventuna með svokallaðri Vinakeðju og var hún föstudaginn 6. desember. Fram kemur á vef skólans að í upphafi skóladags komu foreldrar, nemendur og starfsfólk saman fyrir utan skólann, þar sem kveikt var á kyndlum. Síðan var gengið í halarófu í snjónum og myrkrinu upp að Laugahnjúk. Þar tóku nemendur skólans sig til og sungu vel valin jólalög, sem fylltu andrúmsloftið af jólaanda. Með lokalaginu tókst nemendunum að kveikja á jólastjörnunni, sem nú lýsir upp skammdegið yfir Varmalandi og minnir á komandi hátið með hækkandi sól.