Fréttir

true

Tap hjá Snæfelli gegn Hamri

Snæfell tók á móti Hamri frá Hveragerði í gærkvöldi, í 1. deild karla í körfubolta en spilað var í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og höfðu forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Snæfell komst þá í stöðuna 16-14 en þá tóku gestirnir frá Hveragerði við sér. Þeir hertu á varnarleik sínum…Lesa meira

true

Samstarf um Orkídeu endurnýjað

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landsvirkjun og Landbúnaðarháskóli Íslands undirrituðu nýlega samning um áframhaldandi stuðning við Orkídeu, samstarfsverkefni um orkutengda nýsköpun í matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Samningurinn tekur til næstu þriggja ára, eða til ársloka 2027.  Samstarf þessara bakhjarla Orkídeu hefur staðið yfir síðan um mitt ár 2020. Þetta kemur fram í…Lesa meira

true

Veggir fjölbýlishúss teknir að rísa á Kveldúlfsgötu

Nýtt 15 íbúða fjölbýlishús er tekið að rísa við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi, en félagið K-30 áður Rauða rósin ehf., byggir þar þriggja hæða fjölbýlishús. Fjöldi undirverktaka er nú á svæðinu við vinnu í byggingunni en lóðin sem um ræðir er í krikanum austan við Kveldúlfsgötu 28 og gegnt Þórðargötu.Lesa meira

true

Sönghópurinn Mæk kom með jólin

Það var fullt út úr dyrum í Grundarfjarðarkirkju í gærkvöldi þegar sönghópurinn Mæk hélt glæsilega jólatónleika. Stúlkurnar töldu í hvert jólalagið á fætur öðru með frábærum undirleik hljómsveitar sem sett var saman af þessu tilefni. Dynjandi lófaklappið í lokin var til merkis um frábæra tónleika stúlknanna sem lét engan ósnortinn í salnum. Nú mega jólin…Lesa meira

true

Kynntu bækur í Safnahúsinu

Þrír höfundar kynntu bækur sínar í Safnahúsi Borgarfjarðar á miðvikudagskvöldið. Það voru þær Erla Hulda Halldórsdóttir sem kynnti og las upp úr bók sinni, Strá fyrir Straumi, sem er ævisaga Sigríðar Pálsdóttur. Gróa Finnsdóttir kynnti og las upp úr bók sinni, Eyjar, sem er skáldsaga sem gerist í stórbrotnu sögusviði Breiðafjarðar. Að lokum kom Kristín…Lesa meira

true

Soffía Björg & Pétur Ben á Jólastund í Borgarneskirkju

Laugardagskvöldið 21. desember halda Soffía Björg Óðinsdóttir og Pétur Ben hátíðlega tónleika með öllum þeim jólalögum sem þau elska. Bing Crosby, Frank Sinatra og Eartha Kitt eru meðal annars á efnisskránni, og auðvitað eru fallegu íslensku jólalögin flutt í bland við frumsamda tónlist frá þeim Soffíu og Pétri. Tónleikar hefjast kl 20:00 og fer miðasala…Lesa meira

true

Jólamorgunstund í Brekkubæjarskóla – Myndasyrpa

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi í morgun þegar haldin var morgunstund á vegum Brekkubæjarskóla. Nemendur og kennarar voru í miklum jólagír og fluttu nemendur jólalög af ýmsum gerðum með aðstoð húshljómsveitar. Fyrsti bekkur söng lagið um Jólaköttinn, 6. bekkur flutti lagið Gleðileg jól, 7. bekkur tók lagið prettyboi um jólin…Lesa meira

true

Kvennalið Snæfells dregið úr keppni

Körfuknattleiksdeild Snæfells í Stykkishólmi hefur ákveðið að draga kvennalið Snæfells úr keppni í 1. deild kvenna, frá og með 11. desember síðastliðnum. Í tilkynningu sem gefin var út á heimasíðu félagsins er nefnt að eftir vel ígrundað mál hafa stjórn kkd. Snæfells, aðalstjórn félagsins og aðstandendur leikmanna, tekið þessa ákvörðun og munu stelpurnar því ekki…Lesa meira

true

Nýtt skip Hraðfrystihúss Hellissands kom til Hafnarfjarðar í morgun

Eigendur Hraðfrystihúss Hellissands tóku fyrr í dag á móti nýju skipi í Hafnarfjarðarhöfn. Ekki er laust við að létt væri yfir þeim feðgum Ólafi Rögnvaldssyni og sonum við komu skipsins. Skipinu var siglt frá Danmörku laugardaginn 7. desember. Þetta er fimm ára gamall dragnótarbátur frá Thyborøn í Danmörku. Það ber núna nafnið Pia Glanz, en…Lesa meira

true

Einar Margeir hafnaði í tuttugasta sæti í fjórsundi

Góður árangur var í morgun hjá Einari Margeiri Ágústssyni sundmanni frá Akranesi á HM í Búdapest en hann hafnaði í 20. sæti í 100m fjórsundi. Einar synti á tímanum 54,36 sem er nákvæmlega sami tími og hann átti síðan á IM25. Hann byrjaði mjög vel og var 0,3 sekundum hraðari fyrstu 50m heldur en hann…Lesa meira