
Khalyl Waters í leik gegn Sindra fyrr á tímabilinu. Ljósm. Bæring Nói.
Tap hjá Snæfelli gegn Hamri
Snæfell tók á móti Hamri frá Hveragerði í gærkvöldi, í 1. deild karla í körfubolta en spilað var í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og höfðu forystu þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Snæfell komst þá í stöðuna 16-14 en þá tóku gestirnir frá Hveragerði við sér. Þeir hertu á varnarleik sínum og spiluðu árangursríkan sóknarleik og kláruðu fyrsta leikhluta á 5-20 áhlaupi. Staðan eftir fyrsta leikhluta því 21-34.