
Rögnvaldur Ólafsson, Jón Steinar Ólafsson, Ólafur Rögnvaldsson og Örvar Ólafsson voru í skýjunum yfir að hafa tekið á móti skipinu frá Danmörku. Ljósm. hig
Nýtt skip Hraðfrystihúss Hellissands kom til Hafnarfjarðar í morgun
Eigendur Hraðfrystihúss Hellissands tóku fyrr í dag á móti nýju skipi í Hafnarfjarðarhöfn. Ekki er laust við að létt væri yfir þeim feðgum Ólafi Rögnvaldssyni og sonum við komu skipsins. Skipinu var siglt frá Danmörku laugardaginn 7. desember. Þetta er fimm ára gamall dragnótarbátur frá Thyborøn í Danmörku. Það ber núna nafnið Pia Glanz, en mun bera íslenska nafnið Hildur SH 777.