
F.v: Dóra Björk Þrándardóttir nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun, Bjarni Guðmundsson, framkvæmdarstjóri SASS, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfi-, orku- og loftslagsráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdarstjóri Orkídeu/Ljósm. Stjórnarráðið.
Samstarf um Orkídeu endurnýjað
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Landsvirkjun og Landbúnaðarháskóli Íslands undirrituðu nýlega samning um áframhaldandi stuðning við Orkídeu, samstarfsverkefni um orkutengda nýsköpun í matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi. Samningurinn tekur til næstu þriggja ára, eða til ársloka 2027. Samstarf þessara bakhjarla Orkídeu hefur staðið yfir síðan um mitt ár 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.