Fréttir
Verktakar að koma fyrir fyrstu einingunum á Kveldúlfsgötu 30. Ljósm. gj.

Veggir fjölbýlishúss teknir að rísa á Kveldúlfsgötu

Nýtt 15 íbúða fjölbýlishús er tekið að rísa við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi, en félagið K-30 áður Rauða rósin ehf., byggir þar þriggja hæða fjölbýlishús. Fjöldi undirverktaka er nú á svæðinu við vinnu í byggingunni en lóðin sem um ræðir er í krikanum austan við Kveldúlfsgötu 28 og gegnt Þórðargötu.

Veggir fjölbýlishúss teknir að rísa á Kveldúlfsgötu - Skessuhorn