Fréttir

Spáð er éljagangi um vestanvert landið með kvöldinu

Í dag snýst í suðvestan 8-18 m/s og hlýnar með skúrum eða slydduéljum, hvassast norðvestantil. Úrkomulítið verður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig eftir hádegi. Él á vestanverðu landinu í kvöld og kólnar. Vestan og suðvestan 8-15 á morgun og él, en þurrt að kalla austantil. Yfirleitt hægari seinnipartinn. Frost víða 0 til 5 stig.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að erfið skilyrði verða til aksturs yfir Holtavörðuheiðina til morguns. Stormur og vindur yfir 20 m/s, él, skafrenningur og lítið skyggni. Að auki hált. Svipað verður á Öxnadalsheiði um og upp úr hádegi og þar til seint í kvöld. Einnig hvessir á fjallvegum á Vestfjörðum og þar verður víða blint.

Spáð er éljagangi um vestanvert landið með kvöldinu - Skessuhorn