Fréttir

Sameinast um nýtt starf við sjúkraflutninga

Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Dalabyggð auglýstu nýverið til umsóknar nýtt sameiginlegt starf við sjúkraflutninga í Búðardal. Um er að ræða fullt starf sem skiptist í 50% starf fyrir HVE og 50% starf fyrir Dalabyggð. Aðsetur starfsmanns verður á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá og með 1. janúar en umsóknarfrestur rennur út í dag, mánudag.

Sameinast um nýtt starf við sjúkraflutninga - Skessuhorn