Fréttir

true

Heildarafli á tólf mánaða tímabili var 979 þúsund tonn

Heildarfiskafli skipaflotans í síðasta mánuði var tæplega 94 þúsund tonn sem er 7% meiri afli en í nóvember á síðasta ári. Botnfisksafli var rétt rúmlega 32 þúsund tonn, þar af þorskur um 19 þúsund tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Uppsjávarafli var tæp 60 þúsund tonn og jókst um fjórðung miðað við nóvember…Lesa meira

true

Rómantík á bókakvöldi í Snorrastofu í kvöld

Snorrastofa í Reykholti býður upp á upplestur og umræður um nýútkomnar bækur í bókhlöðu stofnunarinnar í kvöld, þriðjudaginn 17. desember kl. 20.00. Þórir Óskarsson mun kynna bók sína „Svipur brotanna“ um líf og list Bjarni Bjarna Thorarensens (1786–1841), sem jafnan er talinn til höfuðskálda Íslendinga. Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur. Um leið…Lesa meira

true

Húsnæði fyrir óstaðbundin störf á Vesturlandi

Teknar hafa verið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir óstaðbundin störf og þær staðsetningar birtar á þjónustukorti Byggðastofnunar. Upplýsingum var safnað saman með aðstoð landshlutasamtaka sveitarfélaga. Á þjónustukortinu sjást staðsetningar þar sem hægt er að taka við fólki sem vinnur óstaðbundin störf. Kortinu er ætlað að vera lifandi upplýsingabanki fyrir þá sem hugsa sér að…Lesa meira

true

Nítján verkefni hljóta stuðning úr þriðja samstarfi háskóla

Nám í hamfarafræði, rannsóknamiðstöð sjálfsvíga og hátæknilandbúnaður eru meðal þeirra 19 verkefna sem hlutu stuðning úr þriðju úthlutun Samstarfs háskóla að þessu sinni. Samanlagt hljóta verkefnin 893 milljónir króna í styrki til að stuðla að auknu samstarfi milli háskóla á Íslandi með það að markmiði að auka gæði háskólanáms og bæta samkeppnishæfni háskólanna. Þetta kemur…Lesa meira

true

Ekki var um E coli að ræða í neysluvatni í Helgafellssveit

Veitur gáfu í dag út afléttingu á varúðarráðstöfun um að íbúar í Helgafellssveit þyrftu að sjóða neysluvatnið. Þeim tilmælum var komið út í síðustu viku að íbúar ofan við Stykkishólm þyrftu að gera slíkt þar sem grunur var um E. coli. Í tilkynningu frá Veitum segir að niðurstöður úr sýnatökum undanfarinna daga bendi til þess…Lesa meira

true

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025 afgreidd

Sveitarstjórn Borgarbyggðar afgreiddi á fundi sínum í liðinni viku, eftir síðari umræðu, fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Áætlun gerir ráð fyrir 152 milljóna króna afgangi af rekstri A-hluta samanborið við útkomuspá upp á 301 m.kr. afgang á yfirstandandi ári. Áætlun um minni hagnað milli ára skýrist að mestu af varfærnum væntingum um þróun tekna. Áætlunin felur…Lesa meira

true

Jarðskjálftahrina norðan við Borgarnes

Samtals voru 14 jarðskjálftar skráðir á vef Veðurstofu Íslands í sunnanverðu Ljósufjallabeltinu á Snæfellsnesi, frá klukkan 09:07 sunnudaginn 15. desember til aðfararnætur mánudags. Stærsti skjálftinn var 2,3 að stærð en var hann mældur um 26,6 km norðan af Borgarnesi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns fundu íbúar fyrir sumum þeirra einkum í gærkvöldi. Í ágúst mánuði mældust einmitt…Lesa meira

true

Frábær árangur hjá Einari Margeiri á HM

Einar Margeir Ágústsson sundmaður úr ÍA hafnaði í 20. sæti í 100m fjórsundi á HM sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi í liðinni viku. Varð hann í 20. sæti í 100m fjórsundi á tímanum 54.36. Einari sjálfum fannst hann hafa getað synt hraðar en var eins og skiljanlegt er spenntur fyrir sitt fyrsta sund…Lesa meira

true

Erla setti átta Íslandsmet í ólympískum lyftingum á HM

Erla Ágústsdóttir úr Borgarnesi varð í gær í 13. sæti í +87 kg flokki kvenna á Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem lauk í gær í Manama á Bahrain. Erla stórbætti árangur sinn þegar hún lyfti öllum sínum lyftum gildum. Á heimasíðu Lyftingasambands Íslands kemur fram að í snörun fór hún í gegn með seríuna 93kg,…Lesa meira

true

Gott gengi ÍA heldur áfram í körfunni

ÍA tók á móti Selfossi á föstudaginn í 1. deild karla í körfubolta. Heimamenn voru fyrir leikinn með sjö sigra og þrjú töp á meðan Selfoss var með tvo sigra og átta töp. Gestirnir frá Selfossi skoruðu fyrstu körfu leiksins en heimamenn tóku því næst öll völd á vellinum. ÍA spilaði fastan varnarleik sem skilaði…Lesa meira