Fréttir

true

Morgunhanarnir héldu veislu í heita pottinum

Það er alltaf dágóður hópur fólks sem hefur fyrir venju að mæta eldsnemma á morgnana í heita pottinn á Jaðarsbökkum á Akranesi. Þannig hefur hópurinn upplifað margar dagrenningarnar, upphaf eldgosa á Reykjanesi og sagt hvert öðru sögur. Í morgun var boðið til veislu eins og sjá má. Hópurinn sendir íbúum og öðrum Vestlendingum góðar jólakveðjur.Lesa meira

true

Stærsta framkvæmd sveitarfélagsins litar rekstur og aðra fjárfestingagetu

Sveitarstjórn Dalabýggðar afgreiddi fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun, á fundi sínum í gær, þriðjudag. Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu A og B hluta fyrir 2025 um 224,6 milljónir króna og er þar tekið tillit til uppgjörs á sölu á Laugum í Sælingsdal. „Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu…Lesa meira

true

Ég var alinn upp við það að vinna

Rætt við Guðmund Kristjánsson um uppvaxtarárin í Rifi, sjávarútveginn og þjóðina, ferilinn og fótbolta Guðmund Kristjánsson þarf vart að kynna. Hann er í dag forstjóri Brims hf, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, og hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að sjávarútvegi. Hann ólst enda upp í fjörunni í Rifi og vandist því ungur að hjálpa föður…Lesa meira

true

Sögðu sig úr öldungaráði

Á fundi fjölskyldu- og frístundanefndar Hvalfjarðarsveitar 5. desember sl. var tekið fyrir erindi frá Jóhönnu G. Harðardóttur, Önnu G. Torfadóttur og Áskeli Þórissyni þar sem þau óskuðu eftir lausn frá störfum sínum sem fulltrúar í öldungaráði. Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkti að verða við ósk þeirra um lausn frá störfum í oldungaráði frá og með 4.…Lesa meira

true

Stefán Þór ráðinn þjálfari hjá Knattspyrnufélagi ÍA

Stefán Þór Þórðarson hefur verið ráðinn nýr þjálfari hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Stefán mun þjálfa 2. flokk drengja sem og halda utan um einstaklingsmiðaða þjálfun þvert á flokka félagsins með það að markmiði að aðstoða leikmenn við að ná hámarksárangri. Þá mun hann einnig starfa sem sjúkranuddari í meistaraflokkum félagsins. Stefán Þór á að baki yfir…Lesa meira

true

Íbúum í Helgafellssveit aftur ráðlagt að sjóða neysluvatn

Í nýrri tilkynningu frá Veitum kemur fram að grunur hafi á ný kviknað um E coli í drykkjarvatni í Helgafellssveit. Sýni sem tekið var í gær gaf grun um slíkt. Tilmæli um suðu á heitu vatni eru því endurvakin í varúðarskyni fyrir veitusvæðið frá Svelgsárhrauni og að gámastöðinni við Stykkishólm. Suðutilmælin eiga sérstaklega við um…Lesa meira

true

Lenti á klakastykki

Fram kemur í dagbók lögreglu frá liðinni viku að bifreið skemmdist er hún lenti á klakastykki sem hafði fallið á veginn úr vöruflutningabifreið en ekki urðu slys á fólki. Bílvelta varð á Vesturlandsvegi við Akrafjall, hálka var á veginum og reyndist ökumaðurinn ómeiddur. Vörubifreið valt af veginum á Hvalfjarðarvegi, mikil hálka var á vettvangi og…Lesa meira

true

Mesta fjölgun íbúða í hálfa öld

Nú fyrir skömmu var reist þriðja raðhúsið sem áformað var að byggja á þessu ári á Reykhólum. Það er Brák íbúðafélag sem byggir þetta hús. Með því eru risin öll húsin sem ákveðið var að ráðast í að byggja í þessum áfanga uppbyggingar í þéttbýlinu. Auk þeirra var flutt á staðinn lítið tilbúið hús, sem…Lesa meira

true

Jákvæð rekstrarafkoma en aukin skuldsetning

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir 2025 og þriggja ára áætlun voru samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að rekstrarafkoma A- hluta bæjarsjóðs verði jákvæð á næsta ári um tæplega 226 milljónir króna og að rekstrarafkoma A- og B hluta verði jákvæð um rúmar 253 milljónir króna. Á sama tíma gerir fjárfestinga- og…Lesa meira

true

Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun kynnt

Alþingi samþykkti í júní á þessu ári tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu til 2030 sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl. Þar segir að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra þátta. Rekin verði arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við bæði land og þjóð.…Lesa meira