
Sögðu sig úr öldungaráði
Á fundi fjölskyldu- og frístundanefndar Hvalfjarðarsveitar 5. desember sl. var tekið fyrir erindi frá Jóhönnu G. Harðardóttur, Önnu G. Torfadóttur og Áskeli Þórissyni þar sem þau óskuðu eftir lausn frá störfum sínum sem fulltrúar í öldungaráði. Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkti að verða við ósk þeirra um lausn frá störfum í oldungaráði frá og með 4. nóvember 2024 og þakkaði þeim kærlega fyrir þeirra störf og framlag í þágu ráðsins og eldri borgara í sveitarfélaginu.