Fréttir
Flatey á Breiðafirði. Ljósm. hig

Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun kynnt

Alþingi samþykkti í júní á þessu ári tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu til 2030 sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl. Þar segir að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni jafnvægis á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra þátta. Rekin verði arðsöm og samkeppnishæf ferðaþjónusta sem starfi í sátt við bæði land og þjóð. Ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og verði ein af grundvallarstoðum íslensks efnahagslífs.

Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun kynnt - Skessuhorn