
Svipmynd frá framkvæmdum við íþróttamannvirkin í Búðardal. Ljósm. úr safni
Stærsta framkvæmd sveitarfélagsins litar rekstur og aðra fjárfestingagetu
Sveitarstjórn Dalabýggðar afgreiddi fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun, á fundi sínum í gær, þriðjudag. Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu A og B hluta fyrir 2025 um 224,6 milljónir króna og er þar tekið tillit til uppgjörs á sölu á Laugum í Sælingsdal. „Nýjasta útkomuspá fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 37,5 milljónir króna á árinu 2024 þannig að áfram er haldið á sömu braut með sjálfbærni reksturs sveitarfélagsins að leiðarljósi þrátt fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Búðardal,“ segir í bókun sveitarstjórnar.