Fréttir

Íbúum í Helgafellssveit aftur ráðlagt að sjóða neysluvatn

Í nýrri tilkynningu frá Veitum kemur fram að grunur hafi á ný kviknað um E coli í drykkjarvatni í Helgafellssveit. Sýni sem tekið var í gær gaf grun um slíkt. Tilmæli um suðu á heitu vatni eru því endurvakin í varúðarskyni fyrir veitusvæðið frá Svelgsárhrauni og að gámastöðinni við Stykkishólm. Suðutilmælin eiga sérstaklega við um viðkvæma notendur, en það eru börn, eldra fólk og fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi. Í tilkynningu segir. „Þó leitt sé að hringla með tilmælin þá viljum við setja öryggi í fyrsta sæti.“