
Morgunhanarnir héldu veislu í heita pottinum
Það er alltaf dágóður hópur fólks sem hefur fyrir venju að mæta eldsnemma á morgnana í heita pottinn á Jaðarsbökkum á Akranesi. Þannig hefur hópurinn upplifað margar dagrenningarnar, upphaf eldgosa á Reykjanesi og sagt hvert öðru sögur. Í morgun var boðið til veislu eins og sjá má. Hópurinn sendir íbúum og öðrum Vestlendingum góðar jólakveðjur.