
Undir miðnætti í gærkveldi við Brákarsund. Ljósm. hig
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025 afgreidd
Sveitarstjórn Borgarbyggðar afgreiddi á fundi sínum í liðinni viku, eftir síðari umræðu, fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Áætlun gerir ráð fyrir 152 milljóna króna afgangi af rekstri A-hluta samanborið við útkomuspá upp á 301 m.kr. afgang á yfirstandandi ári. Áætlun um minni hagnað milli ára skýrist að mestu af varfærnum væntingum um þróun tekna.