
Ekki var um E coli að ræða í neysluvatni í Helgafellssveit
Veitur gáfu í dag út afléttingu á varúðarráðstöfun um að íbúar í Helgafellssveit þyrftu að sjóða neysluvatnið. Þeim tilmælum var komið út í síðustu viku að íbúar ofan við Stykkishólm þyrftu að gera slíkt þar sem grunur var um E. coli. Í tilkynningu frá Veitum segir að niðurstöður úr sýnatökum undanfarinna daga bendi til þess að sá atburður sem olli því að kólí gerill greindist í sýni úr vatnsveitunni frá Svelgsárhrauni og niður að Stykkishólmi sé liðinn hjá. Um var að ræða áhrif mikillar úrkomu og leysinga. Ekki var um E. coli að ræða.