Fréttir
Sveinbjörn og Ingimundur með gullslegna verðlaunaplatta.

Jólasveinar briddsfélagsins

Í gærkvöldi fór árlegur Jólasveinatvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar fram í Logalandi. Til að nasla í á milli spila var boðið upp á tvíreykt sauðalæri og konfekt með tilheyrandi drykkjarföngum. Að venju var dregið saman í pör og spiluð 24 spil. Afar mjótt var á munum en leikar fóru þannig að Sveinbjörn Eyjólfsson og mótsstjórinn Ingimundur Jónsson hömpuðu gullverðlaunum með 63,89% skori. Fast á hæla þeirra í öðru sæti urðu Lárus Pétursson og Anna Heiða Baldursdóttir með 63,19. Í þriðja sæti urðu Fjölnir Jónsson og Gísli Þórðarson með 61,11%.

Síðasta spilamennska BB verður nk. mánudagskvöld kl. 19:30 í Logalandi. Loks er ástæða til að minna spilara á að Vesturlandsmótið í sveitakeppni fer fram á Akranesi laugardaginn 4. janúar klukkan 10. Spiluð verða 48 spil. Nánari upplýsingar og skráning á bridge.is

Jólasveinar briddsfélagsins - Skessuhorn