Fréttir

true

Brynhildur hlaut sérstaka viðurkenningu Háskóla Íslands

Í síðustu viku hlutu fjórir starfsmenn Háskóla Íslands viðurkenningu skólans fyrir lofsvert framtak á sviði kennslu, rannsókna, jafnréttismála eða annarra starfa. Þetta voru þau Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Hagfræðideild og Líf- og umhverfisvísindadeild, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir prófessor við Stjórnmálafræðideild, Valentina Giangreco M Puletti prófessor við Raunvísindadeild og Gísli Hvanndal Ólafsson verkefnisstjóri við Íslensku- og menningardeild. Viðurkenningar…Lesa meira

true

Víða slæmt ferðaveður í gærkvöldi

Síðdegis í gær og til miðnættis var gul viðvörun í gildi vegna hvassviðris og ofankomu víða um suðvestanvert landið. Verst var ferðaveðrið á veginum við Hafnarfjall, en klukkan 22 í gærkvöldi var staðvindur þar 23 metrar á sekúndu og sló upp í 43 metra. Fjöldi ökumanna flutningabíla og stærri ökutækja ákvað að bíða af sér…Lesa meira

true

Sigruðu aðaltvímenning Bridgefélags Borgarfjarðar

Í gærkveldi lauk keppni í aðaltvímenningi Bridgefélags Borgarfjarðar í Logalandi. Um fjögurra kvölda spilakeppni var að ræða en árangur þriggja bestu kvölda gilti til úrslita. Leikar fóru þannig að Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson sigruðu giska örugglega með 184 stigum. Í öðru sæti urðu Ingimundur Jónsson og Anna Heiða Baldursdóttir með 176 stig. Þriðju…Lesa meira

true

Guðný Erna ráðin lýðheilsufulltrúi Dalabyggðar

Dalabyggð hefur ráðið Guðnýju Ernu Bjarnadóttur sem lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins. Guðný Erna hefur undanfarin fimm ár búið og starfað í Noregi þar sem hún vann við neyðarvistun fyrir ungmenni og neyðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma. Hún hefur einnig starfað sem íþróttafræðingur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem sundþjálfari. Fram kemur á vef Dalabyggðar…Lesa meira

true

Leikskólabörnin sáu um að kveikja á jólatrénu

Kveikt var á jólatrénu á Vinavelli í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit síðasta fimmtudag með aðstoð leikskólabarna Skýjaborgar sem komu syngjandi glöð. Genginn var einn hringur í kringum jólatréð og sungin jólalög en þar sem frekar kalt var í veðri var farið inn í stjórnsýsluhús til að hlýja sér, syngja meira og gæða sér á mandarínum. „Leikskólabörnum…Lesa meira

true

Fjallaði um stjórnarmyndanir til vorra daga

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og fyrrverandi forseti Íslands, flutti áhugaverðan fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti í gær á fullveldisdeginum 1. desember. Yfirskriftin var: „Stjórnarmyndanir á Íslandi frá upphafi til okkar daga“ og reifaði Guðni stjórnarmyndunarviðræður í sögulegu ljósi og lýsti að lokum eigin glímu í því samhengi undanfarin ár, sem var einstaklega fróðlegt áheyrnar. „Í…Lesa meira

true

Þau verða þingmenn okkar næsta kjörtímabil

Landsmenn gengu að kjörborðinu síðastliðinn laugardag og kusu til Alþingis. Fyrirfram var búist við sviptingum í fylgi flokka sem og varð raunin. Vinstri flokkar landsins guldu bókstaflega afhroð og þurrkast af þingi bæði Píratar og fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Sósíalistaflokkurinn náði heldur ekki lágmarki til að fá menn á þing. Hægri Lýðræðisflokkur Arnars Þórs…Lesa meira

true

Tónleikar í Bæjarkirkju næstkomandi sunnudag

Sunnudaginn 8. desember klukkan 16:45 hefjast tónleikar í Bæjarkirkju í Bæjarsveit. Þar kemur fram hljómsveitin Hjónakornin en það er nýstofnuð hljómsveit sem leggur áherslu á létta og innilega nálgun á viðfangsefnum ásamt einlægri og líflegri sviðsframkomu. Hljómsveitina skipa tvenn hjón sem komið hafa fram í sitthvoru lagi en sameinast nú í einni sveit, Bæjarsveit. Halldóra…Lesa meira

true

Skagamenn enn ósigraðir á heimavelli

ÍA og Fjölnir áttust við á föstudagskvöldið í níundu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik og var viðureignin í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Skagamenn byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu tíu stig leiksins og þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar var sami munur, staðan 18:8 ÍA í vil. Gestirnir náðu að halda í við heimamenn síðustu…Lesa meira

true

Afleitur þriðji leikhluti banabiti Skallagríms

Skallagrímur tók á móti Breiðabliki í níundu umferð 1. deildar karla í körfubolta á föstudaginn. Heimamenn í Skallagrími voru vel stemmdir í byrjun leiks og var hittni þeirra til fyrirmyndar. En varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náðu gestirnir í Breiðabliki að koma sér betur inn í leikinn og náðu undirtökum…Lesa meira