
Guðný Erna Bjarnadóttir. Ljósm. facebook
Guðný Erna ráðin lýðheilsufulltrúi Dalabyggðar
Dalabyggð hefur ráðið Guðnýju Ernu Bjarnadóttur sem lýðheilsufulltrúa sveitarfélagsins. Guðný Erna hefur undanfarin fimm ár búið og starfað í Noregi þar sem hún vann við neyðarvistun fyrir ungmenni og neyðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda og geðsjúkdóma. Hún hefur einnig starfað sem íþróttafræðingur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og sem sundþjálfari.