Fréttir
Jólatréð stendur á Vinavelli. Ljósm. hvalfjardarsveit.is

Leikskólabörnin sáu um að kveikja á jólatrénu

Kveikt var á jólatrénu á Vinavelli í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit síðasta fimmtudag með aðstoð leikskólabarna Skýjaborgar sem komu syngjandi glöð. Genginn var einn hringur í kringum jólatréð og sungin jólalög en þar sem frekar kalt var í veðri var farið inn í stjórnsýsluhús til að hlýja sér, syngja meira og gæða sér á mandarínum.

Leikskólabörnin sáu um að kveikja á jólatrénu - Skessuhorn