Fréttir

true

Gasmengun spáð síðdegis við Faxaflóa og á Vesturlandi

Sem stendur hafa íbúar við Faxaflóa og á Vesturlandi verið lausir við gasmengun eftir að vindur snérist í suðaustanátt í nótt. Það er hins vegar skammgóður vermir. Samkvæmt spám Veðurstofunnar snýst vindur síðdegis í suðlægar áttir og þá gæti gasmengunar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi og Akranesi og á Snæfellsnesi.  Á meðfylgjandi mynd má annars…Lesa meira

true

Hafrannsóknarstofnun óskar eftir hnúðlaxi til rannsókna

Hafrannsóknarstofnun hefur óskað eftir því að veiðimenn sem fá hnúðlax komi honum til stofnunarinnar þar sem vísindamenn munu rannsaka lífssögu laxsins svo sem göngutíma í ár, vöxt þeirra í sjó og fæðuvali sem hægt er að greina með mælingum á efnum í kvörnum. Einnig munu vísindamenn kann hvaða sníkjudýr og sjúkdóma hnúðlaxar geta borið. Undanfarna…Lesa meira

true

Heldur fyrirlestur um hönnun Snorrastofu og Reykholtskirkju

Laugardaginn 26. júlí klukkan 13 flytur Garðar Halldórsson arkitekt fyrirlestur í Snorrastofu um hönnun sína á byggingu Reykholtskirkju og Snorrastofu, menningar- og miðaldastofnunar í Reykholti. Fyrirlesturinn, sem er bæði hluti af Reykholtshátíð og fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar í héraði er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Í tilkynningu segir: „Það er löngu kominn tími til að efnt…Lesa meira

true

Útgerð og fiskvinnsla vart svipur hjá sjón á Akranesi

Mikill samdráttur hefur orðið í útgerð frá Akranesi á liðnum árum og er útgerð aflamarksskipa nánast liðin undir lok. Segja má að grásleppa sé eina fisktegundin sem eftir er í aflahlutdeild. Bolfiskvinnsla hefur einnig að mestu leyti lagst af. Kaup Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði á Ebba útgerð ehf. á dögunum mörkuðu nokkur tímamót í útgerðarsögu Akraness.…Lesa meira

true

Magnús Þór Sigmundsson mætir í Hallgrímskirkju

Á næstu Sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ mun Magnús Þór Sigmundsson, einn ástsælasta tónlistarmann þjóðarinnar, koma fram. Tónleikarnir verða sunnudaginn 27. júlí kl. 16. Magnús kemur með gítarinn og mun flytja lög sem spanna allan hans langa og glæsta feril, auk þess sem hann mun einnig syngja lög af nýrri plötu sinni, Ég lofa þig…Lesa meira

true

Sjálfboðaliðar sinna umhverfisverkefnum í þágu samfélagsins

Síðustu vikur hafa atorkusamir hópar vinnufólks sést að störfum víðsvegar í Grundarfirði. Þarna eru á ferðinni sjálfboðaliðar á vegum Seeds og eru frá hinum ýmsu löndum í Evrópu. Í sumar hafa tveir hópar komið og verið við störf í tíu daga í senn. Hvor hópur telur átta manns en Grundarfjarðarbær sækir um sjálfboðaliða hjá Seeds…Lesa meira

true

Reykholtshátíð hefst á föstudaginn

Reykholtshátíð er ein elsta samfellt starfandi tónlistarhátíð landsins og fer hún að vanda fram síðustu helgina í júlí, dagana 25.-27. júlí. Flytjendur á hátíðinni að þessu sinni eru söngkonurnar Hallveig Rúnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir, Cantoque Ensemble, píanóleikararnir Guðrún Dalía Salomónsdóttir, Elena Postumi og Domenico Codispoti, fiðluleikararnir Joaquín Páll Palomares og Pétur Björnsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir…Lesa meira

true

Tilboð í neyðarframkvæmdir talsvert undir áætlun

Tvö tilboð bárust í útboði Vegagerðarinnar á styrkingu og malbikun á vegum á Vestursvæði. Framkvæmdin er hluti af svokölluðum neyðarframkvæmdum sem ráðast þurfti í vegna mjög slæms ástands vegakerfisins. Alþingi samþykkti aukafjárveitingu til framkvæmdarinnar á dögunum. Um er að ræða eins kílómetra kafla á Vestfjarðavegi beggja vegna við núverandi malbik í Búðardal, malbikun á tveimur…Lesa meira

true

Blaðið í frí en vefurinn virkur

Skessuhorn kom út í morgun og fer nú þorri starfsfólks blaðsins í tveggja vikna sumarleyfi. Útgáfuhlé verður því á blaðinu á meðan. Starfsfólk kemur úr fríi 5. ágúst og mun næsta blað verða gefið út miðvikudaginn 13. ágúst. Vefur Skessuhorns verður virkur þennan tíma. Bent er á netfangið hj@skessuhorn.is en Halldór Jónsson blaðamaður mun standa…Lesa meira

true

„Á enn eftir að rækta minn besta hest“

Hestafólkið Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson hafa áhyggjur af of lítilli nýliðun í hestamennskunni. Ræktun þeirra hjóna á Bergi í Grundarfirði hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir glæsileg hross og góðan árangur Það er sannarlega draumur hvers hestamanns að eignast afburða hross, og þá ekki síður að rækta sína gæðinga. Afburðahross má, oft, kaupa…Lesa meira