
Reykholtskirkja og Snorrastofa. Ljósm. mm
Heldur fyrirlestur um hönnun Snorrastofu og Reykholtskirkju
Laugardaginn 26. júlí klukkan 13 flytur Garðar Halldórsson arkitekt fyrirlestur í Snorrastofu um hönnun sína á byggingu Reykholtskirkju og Snorrastofu, menningar- og miðaldastofnunar í Reykholti. Fyrirlesturinn, sem er bæði hluti af Reykholtshátíð og fyrirlestraröðinni Fyrirlestrar í héraði er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.