
Hópurinn að störfum við bæjarskrifstofuna síðasta mánudag. Ljósm. tfk
Sjálfboðaliðar sinna umhverfisverkefnum í þágu samfélagsins
Síðustu vikur hafa atorkusamir hópar vinnufólks sést að störfum víðsvegar í Grundarfirði. Þarna eru á ferðinni sjálfboðaliðar á vegum Seeds og eru frá hinum ýmsu löndum í Evrópu. Í sumar hafa tveir hópar komið og verið við störf í tíu daga í senn. Hvor hópur telur átta manns en Grundarfjarðarbær sækir um sjálfboðaliða hjá Seeds og útvegar þeim fæði og húsnæði.