Fréttir

Magnús Þór Sigmundsson mætir í Hallgrímskirkju

Á næstu Sumartónleikum í Hallgrímskirkju í Saurbæ mun Magnús Þór Sigmundsson, einn ástsælasta tónlistarmann þjóðarinnar, koma fram. Tónleikarnir verða sunnudaginn 27. júlí kl. 16. Magnús kemur með gítarinn og mun flytja lög sem spanna allan hans langa og glæsta feril, auk þess sem hann mun einnig syngja lög af nýrri plötu sinni, Ég lofa þig líf og frumflytja splunkunýtt lag fyrir tónleikagesti.