Fréttir

true

Næsta blað það síðasta fyrir sumarleyfi

Skessuhorn verður prentað og gefið út miðvikudaginn 23. júlí en fer eftir það í tveggja vikna útgáfufrí. Bent er á beint netfang auglýsingadeildar; anita@skessuhorn.is og síma 865-1233. Næsta blað eftir sumarleyfi verður gefið út miðvikudaginn 13. ágúst. Fréttavakt verður áfram á vef Skessuhorns og bent á beint netfang: hj@skessuhorn.is vilji menn koma með ábendingar um…Lesa meira

true

Góðir sigrar Vesturlandsliðanna í annarri deild

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári á Akranesi unnu bæði leiki sína í þrettándu umferð annarrar deildar knattspyrnu karla sem fram fór í gær. Það voru Víðismenn í Garði sem sóttu Víking heim. Markús Máni Jónsson náði forystu fyrir gestina á 10. mínútu en Hektor Bergmann Garðarsson jafnaði fyrir heimamenn á 38. mínútu. Hektor Bergmann var…Lesa meira

true

Enn mikil mengun á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi

Í nótt hefur eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni áfram verið stöðugt og virkni enn í tveimur gígum. Nú í morgun mælist gasmengun brennisteinsdíoxíðar ásamt gosmóðu á suðvestur horninu. Brennisteinsdíoxíð (SO2) mælist í magni sem er óhollt fyrir viðkvæma einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa íbúar á Akranesi margir fundið fyrir óþægindum í öndunarvegi…Lesa meira

true

ÍA á sigurbraut í Lengjudeildinni

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu vann sinn þriðja leik í röð þegar þær þær mættu KR í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Skagakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og Erna Björt Elíasdóttir náði forystunni strax á 9. mínútu. Sigrún Eva Sigurðardóttir fylgdi því svo eftir með öðru marki á 22. mínútu. Karen Guðmundsdóttir minnkaði…Lesa meira

true

Drangar hf. orðið stórveldi í smásöluverslun hér á landi

Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Orkunnar á Samkaupum Samkeppniseftirlitið hefur nú fallist á kaup Orkunnar á Samkaupum. Félögin eru 68,3% í eigu Skel hf. og starfa á mörkuðum smásölu, bílaþjónustu og lyfsölu og hafa nú verið felld undir nýtt móðurfélag, Dranga hf. Í frétt Viðskiptablaðsins um sameininguna segir: „Í kjölfar samrunans afhentu fyrrum hluthafar Samkaupa 98,6% hlut…Lesa meira

true

Dýpra reyndist á fast undir fjölnota íþróttahús

Nokkur viðbótarkostnaður hefur þegar fallið á Borgarbyggð vegna byggingar fjölnota íþróttahúss við Skallagrímsvöll í Borgarnesi, en framkvæmdir hófust í vor. Við undirbúning framkvæmdarinnar voru gerðar rannsóknir á dýpi niður á fast á lóðinni og er dýpið mismunandi. Þegar verktakinn, Ístak hf., hóf framkvæmdir við að reka staura niður á fast kom í ljós að dýpið…Lesa meira

true

Urðu Símamótsmeistarar 2025

Eins og við sögðum frá í frétt nýverið lauk Símamótinu í knattspyrnu um síðustu helgi. Mikið fjör var í Kópavogi þessa daga sem mótið stóð yfir. Fjöldinn allur af stelpum víðsvegar af landinu kom saman og öttu kappi á iðagrænum Kópavogsvelli og í Fagralundi. Mörg lið mættu af Vesturlandi og var ekki annað að sjá…Lesa meira

true

Nýtt eldishús tekið í notkun í Miðskógi

Síðastliðinn föstudag var nýtt eldishús fyrir kjúklinga formlega tekið í notkun í Miðskógi í Dölum. Dalamönnum og öllum áhugasömum var boðið að skoða húsið og þiggja veitingar í boði ábúenda í Miðskógi og Reykjagarðs. Fjölmargir þáðu boðið. Í Miðskógi búa nú tvær kynslóðir bænda, hjónin Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir keyptu jörðina fyrir…Lesa meira

true

Sitja nú einir á botninum

Um hreinan botnbaráttuslag í Bónusdeildinni var að ræða í gær þegar ÍA sótti KA menn heim á Akureyri. KA menn byrjuðu vel og komu inn marki þegar korter var liðið af leik með marki frá hinum færeyska Jóan Símun Edmundsson. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en það voru hins vegar Skagamenn sem byrjuðu…Lesa meira

true

Hægum vindi spáð og gosmóðan því þrálát

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt, samkvæmt tilkynningu frá Náttúruvakt Veðurstofunnar. Virkni er áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal, en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt.   Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir gasmengun (SO2)…Lesa meira