Fréttir

true

Rjúpnaveiðidagar verði þrjátíu á Vesturlandi

Náttúruverndarstofnun hefur sent umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tillögur sínar að stjórnun á rjúpnaveiði í haust. Rjúpustofninn er í sókn á Vesturlandi og því er lagt til að veiðidagar verði þar þrjátíu en í öðrum landshlutum er gerð tillaga um 15-45 veiðidaga. Tillögurnar byggja á aðferðarfræði nýrra stofnlíkana og svæðisbundinnar veiðistjórnunar sem var tekin upp í…Lesa meira

true

Meiru landað á Arnarstapa en Akranesi

Í júní var mestum afla landað í Grundarfirði af höfnum Vesturlands, eða 1.307 tonnum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Í Rifi var landað 960 tonnum, í Ólafsvík 690 tonnum, í Stykkishólmi 262 tonnum og á Arnarstapa var landað 224 tonnum. Á Akranesi var landað 175 tonnum. Þær láta ekki mikið yfir sér þessar…Lesa meira

true

Borgarbyggð bakkar með annan áfanga niðurrifs í Brákarey

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að bakka frá fyrri ákvörðun sinni um að flýta niðurrifi gamla sláturhússins í Brákarey. Ástæðan er sú að kostnaður við fyrsta áfanga hefur farið talsvert fram úr áætlun. Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns ákvað byggðarráð 5. júní með tveimur atkvæðum Davíðs Sigurðssonar og Guðveigar…Lesa meira

true

Nýtt eldishús tekið í notkun í dag í Miðskógi

Í dag verður nýtt eldishús fyrir kjúklinga formlega tekið í notkun í Miðskógi í Dölum. Líkt og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hafa hjónin Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Guðrún Esther Jónsdóttir staðið fyrir mikilli uppbyggingu í Miðskógi á undanförnum árum. Nýja eldishúsið er 860 fermetrar að stærð og fyrir er á jörðinni annað slíkt…Lesa meira

true

Olíver í austurveg til Póllands

Oliver Stefánsson knattspyrnumaður í ÍA hefur verið seldur til pólska félagsins GKS Tychy og hefur því spilað sinn síðasta leik með ÍA, í bili að minnsta kosti. GKS Tychy leikur í I liga í pólsku deildakeppninni sem er önnur efsta deildin. Keppnistímabil deildarinnar er að hefjast þessa dagana. GKS Tychy endaði í sjöunda sæti deildarinnar…Lesa meira

true

Veiðiþjófar gómaðir við Hörðudalsá

Síðastliðinn miðvikudag var nýtt holl veiðimanna að hefja veiðar í Hörðudalsá í Dölum. Hvar menn stóðu á árbakkanum við veiðar urðu þeir varir við að hundrað metrum ofar er hvítum Land Cruser jeppa lagt ofan við brúna. Út úr honum stíga þrír menn með veiðistangir. Byrja þeir að kasta fyrir fisk með spúni. Veiðimennirnir sem…Lesa meira

true

Ekki bætt í strandveiðipott þótt málaflokkurinn hafi verið færður

Eins og fram kom í fréttum í gær ákvað ríkisstjórnin að færa málaflokk strandveiða, ásamt öðrum hlutum byggðakerfis, úr atvinnuvegaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þegar yfirlýsing þess efnis barst út í gær kviknaði veik von strandveiðisjómanna að ástæðan væri sú að Flokkur fólksins ætlaði með einhverjum ráðum að auka við aflaheimildir strandveiða. Sú von slokknaði undir kvöld…Lesa meira

true

Nýr leikmaður til Körfuknattleiksfélags ÍA

Körfuknattleiksfélag ÍA undirbýr nú næsta keppnistímabil þar sem liðið mun leika í Bónusdeildinni og þar að auki í nýrri íþróttahöll. Á dögunum var gengið frá samningi við Gojko Sudzum um að leika með ÍA. Gojko er 204 cm fram- og miðherji sem lék síðasta vetur með KK Jahorina Pale í efstu deild körfuboltans í Bosníu…Lesa meira

true

Allskyns mál komu á borð lögreglu

Nokkur meint lögbrot komu til kasta Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Einn er grunaður um brot á lögum um lax- og silungsveiði. Einn var kærður vegna ölvunar á almannafæri og annar var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn var kærður fyrir vörslu fíkniefna. Alls voru 59 ökumenn stöðvaðir…Lesa meira

true

Starfamessur verða á Vesturlandi í haust

Starfamessa 2025 er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands 2025. Haldnar verða þrjár starfamessur í öllum framhaldsskólum á Vesturlandi. Sú fyrsta verður í Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) í Grundarfirði þriðjudaginn 30. september, önnur í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi (MB) miðvikudaginn 1. október en sú síðasta í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akraensi föstudaginn 3. október. Starfamessa er viðburður þar…Lesa meira