
Fyrirliði ÍA í Bestu-deildinni í knattspyrnu, Rúnar Már Sigurjónsson, verður fjarri góðu gamni í næsta leik ÍA þegar Skagamenn mæta liði KA á Akureyri í hreinum fallbaráttuslag næsta laugardag. Rúnar var í gær úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Sömu sögu er að segja af öðrum leikmanni ÍA, Erik Tobias Tangen Sandberg.…Lesa meira







