Fréttir

true

Ný tilskipun ESB gæti aukið kostnað sveitarfélaga um 49 til 81milljarð

Ný Evróputilskipun í fráveitumálum, verði hún innleidd, er talin geta aukið kostnað íslenskra sveitarfélaga um 49 til 81 milljarð króna. Þetta kemur fram í svari umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra á Alþingi við fyrirspurn Ólafs Adolfssonar fyrsta þingmanns Norðvesturkjördæmis. Ólafur spurði hver væri staða innleiðingar áðurnefndrar tilskipunar um hreinsun skólps frá þéttbýli á Íslandi og hvaða…Lesa meira

true

Keilir með langlægsta tilboð í viðhald gatna og stíga

Akraneskaupstaður bauð út á dögunum framkvæmdir vegna viðhalds gatna og stíga í bæjarfélaginu. Um er að ræða ýmis konar framkvæmdir allt frá uppbroti til hellulagnar gönguþverana. Verklok skulu vera eigi síðar en 1. desember nk. Alls bárust sex tilboð í verkið og voru fimm þeirra undir kostnaðaráætlun. Langlægsta tilboðið barst frá Keili ehf. á Akranesi…Lesa meira

true

Óður til Írlands sunginn í kvöld

 Hópur valinkunnra listamanna á Akranesi syngur í kvöld óð til Írlands en nú fara Írskir dagar óðum í hönd á Akranesi. Það verður kl. 20 í kvöld í Guinnestjaldinu við Akraneshöfn sem tónleikarnir fara fram. Söngdætur Akraness stíga á svið auk þess sem Fiðlusveitin Slitnir strengir strjúka bogum sínum um strengi hljóðfæra sinna. Þá mun…Lesa meira

true

Meint varasjóðsframlag hefur ekki skilað sér til Vegagerðarinnar

Í gærkvöldi birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins þar sem haft var eftir Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra; „að þriggja milljarða króna aukafjárveiting til vegagerðar á Vesturlandi og Vestfjörðum sé í höfn og Vegagerðinni sé ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir.“ Þá var einnig haft eftir ráðherranum í fréttinni: „Ég fékk samþykkt frá fjármálaráðherra í gær að þessi…Lesa meira

true

Fjöldi Íslendinga á byrjunarleik Íslands móti Finnlandi

Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst síðdegis í dag í borginni Thun í Sviss. Opnunarleikur mótsins verður einmitt landsleikur Íslands og Finnlands sem hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Fyrirfram er sagt að þetta verði mikilvægasti leikur íslenska liðsins í ljósi þess að Finnar eru kannski auðveldasti andstæðingur Íslands í riðlinum. Sigur er líklega forsenda þess…Lesa meira

true

Fjórðungsmót hestamanna hafið í Borgarnesi

Vallarsvæði hestamannafélagsins Borgfirðings í Borgarnesi er komið í hátíðarbúning. Í morgun hófst þar Fjórðungsmót Vesturlands sem mun standa fram á sunnudag. Dagskrá þessa fyrsta dags mótsins hófst með undankeppni í unglingaflokki klukkan 10 í morgun en eftir hádegið hófust sýningar í B flokki og verður þeim fram haldið í dag. Að sögn Magnúsar Benediktssonar framkvæmdastjóra…Lesa meira

true

Gera út á gluggaþvott og garðslátt

Þeir Benjamín Örn Birkisson og Úlfar Orri Sigurjónsson, sem báðir eru 13 ára Skagamenn, hafa stofnað gluggaþvottafyrirtæki. Bjóða þeir húseigendum á Akranesi að þvo glugga gegn gjaldi. Þeir segjast hafa verið að þessu í sumar og að viðtökur hafi verið góðar. Einnig hafa þeir tekið að sér garðslátt en þó ekki í stórum stíl. Meðfylgjandi…Lesa meira

true

Eigendaskipti að Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi

Gengið hefur verið frá eigendaskiptum að hinni fimmtíu ára gömlu Blikksmiðju Guðmundar ehf. á Akranesi. Sævar Jónsson hefur nú selt fyrirtækið syni sínum og einum starfsmanna, en kaupendurnir eru þeir Emil Kristmann Sævarsson framkvæmdastjóri og Ingi Björn Róbertsson blikksmíðameistari. Ingi Björn Róbertsson segir í samtali við Skessuhorn að þessi eigendaskipti hafi haft talsverðan aðdraganda og…Lesa meira

true

Náðu bátnum af hafsbotni

Áhöfnin á Freyju, varðskipti Landhelgisgæslunnar, ásamt þremur köfurum náðu í gær að komast niður á hafsbotn úti fyrir Patreksfirði og koma böndum á bátinn Orminn langa AK 64 sem sökk þar á mánudagsmorgun. Reyndist báturinn vera á um 20 metra dýpi. Auk Freyju kom sjómælingabáturinn Baldur að aðgerðinni, meðal annars til að miða út staðsetningu.…Lesa meira

true

Lárus Orri snýr aftur heim á Skagann

Rætt við nýráðinn þjálfara karlaliðs ÍA í knattspyrnu ÍA er einn af risunum í knattspyrnu á Íslandi og á ýmsan mælikvarða þó víðar væri leitað. Saga félagsins var með litlum hléum samfelld sigurganga. Gengi liðsins hefur hins vegar dalað mjög undanfarin ár. Flakk milli deilda er ekki hlutur sem stuðningsmenn liðsins sætta sig við. Bara…Lesa meira