
Eigendaskiptin handsöluð. F.v. Emil Kristmann, Sævar og Ingi Björn. Ljósm. BG
Eigendaskipti að Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi
Gengið hefur verið frá eigendaskiptum að hinni fimmtíu ára gömlu Blikksmiðju Guðmundar ehf. á Akranesi. Sævar Jónsson hefur nú selt fyrirtækið syni sínum og einum starfsmanna, en kaupendurnir eru þeir Emil Kristmann Sævarsson framkvæmdastjóri og Ingi Björn Róbertsson blikksmíðameistari. Ingi Björn Róbertsson segir í samtali við Skessuhorn að þessi eigendaskipti hafi haft talsverðan aðdraganda og fagnar niðurstöðunni. Þeir Emil eiga nú jafnan hlut í fyrirtækinu hvor.