Fréttir
Báturinn hífður um borð í Freyju. Ljósm. Landhelgisgæslan

Náðu bátnum af hafsbotni

Áhöfnin á Freyju, varðskipti Landhelgisgæslunnar, ásamt þremur köfurum náðu í gær að komast niður á hafsbotn úti fyrir Patreksfirði og koma böndum á bátinn Orminn langa AK 64 sem sökk þar á mánudagsmorgun. Reyndist báturinn vera á um 20 metra dýpi. Auk Freyju kom sjómælingabáturinn Baldur að aðgerðinni, meðal annars til að miða út staðsetningu. Báturinn var því næst hífður um borð í Freyju og gekk aðgerðin vel. Eigandi bátsins, Magnús Þór Hafsteinsson, lést í slysinu.