Fréttir

true

Golfvertíðin hafin á Vesturlandi – heyrðum hljóðið í öllum golfklúbbunum

Fyrir margt löngu var þeirri ímynd haldið á lofti að golfíþróttin væri fyrst og fremst hugsuð fyrir efnaða eldri borgara í köflóttum buxum, en því fer aldeilis víðs fjarri. Golfsamband Íslands er nú næst stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með rúmlega 26.000 félagsmenn og iðkendur á öllum aldri. Víða um Vesturland er að finna frábæra golfvelli…Lesa meira

true

Vextir síga niður

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun. Stýrivextir voru lækkaðir úr 7,75% í 7,50%. Í tilkynningunni kom fram að spennan í þjóðarbúinu hafi minnkað jafnt og þétt. Enn virðist þó nokkur þróttur í efnahagsumsvifum.Lesa meira

true

Alvöru dramatík þegar Snæfellsnes sótti þrjú stig á Ísafjörð

Vestri tók á móti liði Snæfellsness í fimmta flokki kvenna sunnudaginn 18. maí í blíðskaparveðri á Ísafirði. Búið var að setja þennan leik á dagskrá hjá KSÍ og því tilviljun ein að stór hópur stúlkna voru að spila á blakmóti alla helgina á Ísafirði. Það lá því beinast við að reyna að spila þennan leik…Lesa meira

true

Sigga í Nýjubúð lét gott af sér leiða

Sigríður Diljá Guðmundsdóttir fagnaði sjötíu ára afmæli sínu 17. apríl síðastliðinn. Hún hafði gengið með þá hugmynd í maganum að halda tónleika og skemmtun í tilefni af þessum merka áfanga og fékk hljóðmanninn og organistann Þorkel Mána Þorkelsson til liðs við sig. „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var að ganga frá eftir aðventudaginn 2023,…Lesa meira

true

Spennandi tímar á Vatnasvæði Lýsu

„Við hjá Wildline höfum tekið við sölunni á veiðileyfum í Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi og erum spenntir fyrir komandi tímabili,“ segir Magnús Anton Magnússon. „Ég sjálfur hóf minn veiðiferil þarna og hef verið að veiða þetta svæði síðan ég var ungur drengur, marga daga á ári og þykir virkilega vænt um Lýsuna. Í fyrra fórum…Lesa meira

true

LbhÍ fær veglegan styrk fyrir starfsnám í búfræði

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur verið úthlutað 117.035 evru styrk frá Rannís fyrir Erasmus+ verkefni í búfræðinámi árið 2025. Upphæðin nemur um 17,5 milljónum króna og er hækkun um 17% frá fyrri ári sem þá var það stærsti styrkurinn frá upphafi. Styrkurinn mun nýtast til að efla alþjóðlega þátt starfsmenntanáms LbhÍ fyrir nema sem og starfsfólk í…Lesa meira

true

Mikið um hraðakstur í umdæminu

Í liðinni viku voru höfð afskipti af 80 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi en sá sem hraðast ók mældist á rúmlega 140 km hraða. Einnig voru meint hraðabrot mynduð hjá 117 ökumönnum með færanlegri hraðamyndavélabifreið embættisins. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og annar til grunaður um akstur…Lesa meira

true

Umhverfis- og náttúruverndarsamtök stofnuð í Borgarnesi

Samtökin Sól til framtíðar voru stofnuð í Borgarnesi 7. maí sl. Um óháða grasrótarhreyfingu á sviði umhverfismála er að ræða og starfssvæðið er Borgarfjörður, Mýrar og allt vestur að Haffjarðará. Heiti samtakanna er vísun í ljóðabók Guðmundar Böðvarssonar á Kirkjubóli Kyssti mig sól, en einnig í þá staðreynd að það er framtíðin sem er í…Lesa meira

true

Breytingar hjá Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt breytingu á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs. Stofnað hefur verið nýtt embætti umhverfisfulltrúa sem heyra mun beint undir sviðsstjóra, til hliðar við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Þá mun starfsemi áhaldahúss færast beint undir sviðsstjóra líkt og umsjón eigna. Starf deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðarmála hefur verið lagt niður og verkefni færð undir embætti umhverfisfulltrúa,…Lesa meira

true

Skagamenn í vondum málum eftir tap gegn FH

ÍA og FH áttust við í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Elkem vellinum á Akranesi. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru aldeilis góðar, sól og blíða og hitinn í kringum 15 stig. Fyrir leik voru heimamenn í ÍA með sex stig og gestirnir með fjögur í neðsta hlutanum og…Lesa meira