Fréttir
Svipmynd frá stofnfundinum. Ljósm. aðsend

Umhverfis- og náttúruverndarsamtök stofnuð í Borgarnesi

Samtökin Sól til framtíðar voru stofnuð í Borgarnesi 7. maí sl. Um óháða grasrótarhreyfingu á sviði umhverfismála er að ræða og starfssvæðið er Borgarfjörður, Mýrar og allt vestur að Haffjarðará. Heiti samtakanna er vísun í ljóðabók Guðmundar Böðvarssonar á Kirkjubóli Kyssti mig sól, en einnig í þá staðreynd að það er framtíðin sem er í húfi, lífsbjörg og sjálfstæði komandi kynslóða.

Umhverfis- og náttúruverndarsamtök stofnuð í Borgarnesi - Skessuhorn