Fréttir

Breytingar hjá Borgarbyggð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt breytingu á skipuriti skipulags- og umhverfissviðs. Stofnað hefur verið nýtt embætti umhverfisfulltrúa sem heyra mun beint undir sviðsstjóra, til hliðar við byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Þá mun starfsemi áhaldahúss færast beint undir sviðsstjóra líkt og umsjón eigna. Starf deildarstjóra umhverfis- og landbúnaðarmála hefur verið lagt niður og verkefni færð undir embætti umhverfisfulltrúa, til áhaldahúss og víðar.

Breytingar hjá Borgarbyggð - Skessuhorn