Fréttir
Sigríður Diljá Guðmundsdóttir og Jóhanna Hallbergsdóttir sem tók við gjöfinni fyrir hönd Kvenfélagsins Gleym mér ei.

Sigga í Nýjubúð lét gott af sér leiða

Sigríður Diljá Guðmundsdóttir fagnaði sjötíu ára afmæli sínu 17. apríl síðastliðinn. Hún hafði gengið með þá hugmynd í maganum að halda tónleika og skemmtun í tilefni af þessum merka áfanga og fékk hljóðmanninn og organistann Þorkel Mána Þorkelsson til liðs við sig. „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var að ganga frá eftir aðventudaginn 2023, ég var ein í salnum og búin að ganga frá öllu og þá kom þessi hugmynd um að halda tónleika,“ sagði Sigríður Diljá í stuttu spjalli við Skessuhorn. Hún fékk Mána og Lindu Maríu tengdadóttur sína til að sjá um tónlistina.

Sigga í Nýjubúð lét gott af sér leiða - Skessuhorn