Fréttir
Nautgriparækt í Þýskalandi skoðuð, en þarna má meðal annars sjá heystæðu og vindmyllur til orkuöflunar.

LbhÍ fær veglegan styrk fyrir starfsnám í búfræði

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur verið úthlutað 117.035 evru styrk frá Rannís fyrir Erasmus+ verkefni í búfræðinámi árið 2025. Upphæðin nemur um 17,5 milljónum króna og er hækkun um 17% frá fyrri ári sem þá var það stærsti styrkurinn frá upphafi. Styrkurinn mun nýtast til að efla alþjóðlega þátt starfsmenntanáms LbhÍ fyrir nema sem og starfsfólk í búfræðikennslu. Vegna styrkjarins munu nemendur í búfræðinámi nú öðlast aukin tækifæri til að taka þátt í gegnum Erasmus+ áætlunina, m.a. með þátttöku í starfsnámi, skiptinámi og keppnum erlendis. Markmið verkefnisins er að víkka sjóndeildarhring nemenda, efla faglega færni þeirra, styrkja tengsl við evrópska samstafsaðila í landbúnaði og mynda alþjóðlegt tengslanet.

LbhÍ fær veglegan styrk fyrir starfsnám í búfræði - Skessuhorn