Fréttir

true

Akrafjall Ultra var haldið um helgina í annað sinn

Síðasta laugardag fór fram utanvegahlaupið Akrafjall Ultra þar sem keppt var í þremur vegalengdum; 10 kílómetra, 20 km og 27 km. Hlaupið var fyrst haldið í fyrra þar sem um þrjú hundrað hlauparar mættu en í ár voru þeir alls 560 og stóðu sig eins og hetjur. Ræst var frá Ultra Form stöðinni á Ægisbraut…Lesa meira

true

Bátarnir komu að landi hver af öðrum – myndasyrpa

Það var stöðugur straumur strandveiðibáta sem lagði að gömlu Akraborgarbryggjunni á Akranesi í dag þegar blaðamaður Skessuhorns leit þar við um nónbil. Í blíðskapar veðrinu var krananum stýrt af öryggi af Guðjóni Sveinbjörnssyni sem hífði körin úr bátunum og var sjómönnum til aðstoðar. Guðjón hefur alla sína tíð unnið við fiskvinnslu. Hann er nú í…Lesa meira

true

Stórtap hjá Reyni H. gegn Létti í fyrsta leik

Reynir Hellissandi tók á móti liði Léttis í fyrstu umferð A riðils 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var viðureignin á Ólafsvíkurvelli. Það er óhætt að segja að það hafi verið létt yfir leikmönnum Léttis í leiknum en að sama skapi reyndi á lið Reynis því það rigndi yfir þá mörkunum í góða…Lesa meira

true

Handboltaskóli framundan í Borgarnesi

Dagana 24.-25. maí verður boðið upp á handboltaskóla í íþróttahúsinu í Borgarnesi á vegum HSÍ, UMSB og Borgarbyggðar. Öll börn í 1. – 4. bekk eru velkomin og er þátttaka ókeypis. Handboltasmiðjan var sett upp í íþróttahúsinu í Borgarnesi árið 2023 en þá tóku 25 grunnskólakrakkar þátt. Handbolti hefur ekki verið stundaður í Borgarnesi síðan…Lesa meira

true

Sterkt stig hjá Víkingi en óvænt tap Kára

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári spiluðu í þriðju umferð í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Víkingur fór í langferð austur en Kári lék á heimavelli í Akraneshöllinni. KFA og Víkingur mættust í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn og seinkaði leiknum um hálftíma þar sem flugi gestanna var frestað um tvo tíma. Það kom…Lesa meira

true

Fylgdarakstur verður um Hvalfjarðargöng þrjár næstu nætur

Unnið verður í Hvalfjarðargöngum mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld, frá kl. 21:00 fram til kl. 06:00 næsta morguns. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Fylgdarakstur verður á meðan vinna stendur yfir og eru ökumenn hvattir til að gefa sér tíma, aka varlega og sýna aðgát meðan ekið er í gegnum göngin.Lesa meira

true

Hunda á ekki að skilja eftir í bílum

Matvælastofnun vill benda hundaeigendum á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri. Samkvæmt 21. grein reglugerðar um aðbúnað gæludýra má ekki skilja hund eftir í eða á flutningstæki án eftirlits ef hitastig í farartækinu getur farið yfir +25°C eða undir -5°C, og aldrei má skilja hund einan eftir í flutningstæki…Lesa meira

true

Einar Margeir á leiðinni á Smáþjóðaleikana

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, hefur verið valinn til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Andorra dagana 26.–31. maí. Sundsamband Íslands valdi 20 sundmenn til keppni að þessu sinni. Liðið heldur utan á miðvikudaginn og mun æfa í Andorra fram að móti til að aðlagast hæðinni og þynnra lofti sem þar er.…Lesa meira

true

Heitast var í Borgarfirði í gær

Ærnar og nýfædd lömb þeirra nánast buguðust í hitanum Einhver heitasti dagur maímánaðar frá upphafi mælinga var í Borgarfirði í gær. Af opinberum veðurstöðvum mældist mestur hiti á landinu í Húsafelli, þar sem hann náði 25,7 stigum og mældist einnig yfir 25 stig í Stafholtsey. Á nokkrum stöðum í uppsveitunum mældist hiti síðdegis allt upp…Lesa meira

true

Skagakonur náðu í stig í Njarðvík

Grindavík/Njarðvík og ÍA mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á JBÓ vellinum í Njarðvík. Sólin lét sjá sig eins og víða annars staðar sem þýddi að völlurinn var frekar þurr en rokrassgat var meðan á leik stóð sem var alls ekki að gera mikið fyrir bæði lið. Eydís Arna Hallgrímsdóttir…Lesa meira