
Hlaupið var ræst frá Ægisbraut. Ljósmyndir: Guðmundur Freyr Jónsson
Akrafjall Ultra var haldið um helgina í annað sinn
Síðasta laugardag fór fram utanvegahlaupið Akrafjall Ultra þar sem keppt var í þremur vegalengdum; 10 kílómetra, 20 km og 27 km. Hlaupið var fyrst haldið í fyrra þar sem um þrjú hundrað hlauparar mættu en í ár voru þeir alls 560 og stóðu sig eins og hetjur. Ræst var frá Ultra Form stöðinni á Ægisbraut 29 á Akranesi og lauk hlaupinu við Akraneshöllina. Veðrið lék við keppendur; logn og sól og aðstæður eins og best var á kosið.