Fréttir

Fylgdarakstur verður um Hvalfjarðargöng þrjár næstu nætur

Unnið verður í Hvalfjarðargöngum mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld, frá kl. 21:00 fram til kl. 06:00 næsta morguns. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Fylgdarakstur verður á meðan vinna stendur yfir og eru ökumenn hvattir til að gefa sér tíma, aka varlega og sýna aðgát meðan ekið er í gegnum göngin.