Fréttir

true

Peningar til viðgerðar vega á Vesturlandi boðaðir í fjáraukalögum

Á næstu dögum verður frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga lagt fram á Alþingi. Fram kom í viðtali við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV í gær að ríkisstjórnin hyggist verja auknu fjármagni til vegakerfisins og lögreglunnar og til að tryggja að meðferðarúrræðum verði ekki lokað í sumar. Frumvarp til fjáraukalaga mun hljóða upp á fimm milljarða…Lesa meira

true

Sæmd gullmerki Ferðafélags Íslands

Á útgáfufagnaði Ferðafélags Íslands sem fram fór í gær var útgáfu nýrrar Árbókar félagsins fagnað. Bókin er að þessu sinni helguð fuglum og í henni er sagt frá fuglaskoðun sem áhugamáli, fuglaljósmyndun og sögu hennar á Íslandi, þátttöku almennings í fuglavísindum, flækingsfuglum og fuglaskoðun eftir árstímum. Einnig er ýmiss konar fróðleikur um fugla á Íslandi,…Lesa meira

true

Rekstur Snæfellsbæjar skilaði 427 milljóna króna afgangi

Ársreikningur Snæfellsbæjar fyrir 2024 hefur verið staðfestur í bæjarstjórn eftir síðari umræðu. Rekstur sveitarfélagsins kom mun betur út en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir, en hagnaður reyndist 437 milljónir króna en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 167 milljónir. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 4.010 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi…Lesa meira

true

Dregið í fotbolti.net bikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit fotbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deildarliða, á útvarpsstöðinni X-inu síðasta laugardag. Þetta er þriðja árið sem keppnin er haldin en Víðir vann fyrstu keppnina og Selfoss varð síðan meistari á síðasta ári eftir að hafa unnið KFA 3-1 á Laugardalsvelli. Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík taka þátt í mótinu og fengu…Lesa meira

true

Samþykktu íþrótta- og tómstundastefnu til 2027

Íþrótta- og tómstundastefna Snæfellsbæjar fyrir árin 2025-2027 var samþykkt í bæjarstjórn 8. maí síðastliðinn. Með stefnunni er markaður rammi utan um það hlutverk sem sveitarfélaginu er ætlað að sinna í íþrótta- og tómstundamálum í samfélaginu. Skýr stefna tryggir að allir sem starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum stefni í sömu átt með það að markmiði að…Lesa meira

true

Skipuleggur viðtalamessur í Akraneskirkju

Séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli gengst fyrir nýjung í kirkjustarfinu á næstunni. Búið er að setja á dagskrá tvær messur sem verða vissulega með óhefðbundnu messuformi. „Þetta form er nýmæli í kirkjustarfi hér á landi, en ég sæki fyrirmyndina til Noregs hvar ég bjó og starfaði áður en ég kom hingað á…Lesa meira

true

Lítið útkall en hljómaði illa

Slökkvilið, lögregla og sjúkraflutningafólk var í dag kallað út að húsi við Merkurteig á Akranesi. Skilaboð hljómuðu illa, það er að einhver væri innilokaður í eldi. Af þeim sökum var útkall á hæsta forgangi. Í ljós kom að eldur var ekki laus. Glóð hafði þó hlaupið í einangrun hvar fiktað hafði verið með glóð af…Lesa meira

true

Stemning á Skólamatarmótinu í sundi

Yngri iðkendur hjá Sundfélagi Akraness tóku þátt í Skólamatarmótinu sem fram fór í Keflavík um helgina. Þar var að vonum mikil stemning, fjör og gleði. „Fjölmargar bætingar náðust og krakkarnir sýndu glæsileg sund. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með góðri liðsheild og hvetjandi andrúmslofti á meðal hópsins hjá ÍA. Enn einn sundmaður bættist í…Lesa meira

true

Stjórnarskipti og verkefnaskil í FSN

Það var mikið um að vera í síðustu viku í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Þar voru útkriftarnemendur að kynna lokaverkefni sín áður en ný stjórn nemendafélagsins var kynnt og ljósmynduð. Lögreglan á Vesturlandi mætti og lét nemendur kæla sig niður eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Útskrift úr skólanum fer svo fram…Lesa meira

true

Samþykktu að farið verði í formlegar sameiningarviðræður

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar síðastliðinn fimmtudag var lagt fram bréf frá verkefnisstjórn vegna óformlegra viðræðna um hugsanlega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Sambærilegt erindi var lagt fyrir sveitarstjórn Húnaþings vestra sama dag. Viðræður um mögulega sameiningu hafa staðið yfir frá því í upphafi árs. Inniheldur bréfið niðurstöðu þeirra viðræðna og tillögu verkefnisstjórnar til sveitarstjórnanna. Verkefnisstjórn…Lesa meira