
Gullmerkishafar FÍ. Ljósm. FÍ
Sæmd gullmerki Ferðafélags Íslands
Á útgáfufagnaði Ferðafélags Íslands sem fram fór í gær var útgáfu nýrrar Árbókar félagsins fagnað. Bókin er að þessu sinni helguð fuglum og í henni er sagt frá fuglaskoðun sem áhugamáli, fuglaljósmyndun og sögu hennar á Íslandi, þátttöku almennings í fuglavísindum, flækingsfuglum og fuglaskoðun eftir árstímum. Einnig er ýmiss konar fróðleikur um fugla á Íslandi, vistfræði þeirra og stöðu fuglastofna og ítarleg umfjöllun um nærri 100 fuglaskoðunarstaði víðs vegar á landinu. Höfundur Árbókarinnar er Daníel Bergmann náttúruljósmyndari og yfir 400 ljósmyndir af fuglum og fuglastöðum prýða bókina.