
Lupine flowers on Snæfellsnes Peninsula in Iceland on a sunny day in Midsummer with reflection of the blue sky in a small lake near the coast of remote landscape and wilderness. Blooming blue meadow.
Rekstur Snæfellsbæjar skilaði 427 milljóna króna afgangi
Ársreikningur Snæfellsbæjar fyrir 2024 hefur verið staðfestur í bæjarstjórn eftir síðari umræðu. Rekstur sveitarfélagsins kom mun betur út en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir, en hagnaður reyndist 437 milljónir króna en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 167 milljónir. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 4.010 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 3.623 m.kr. Rekstrartekjur A - hluta námu um 3.185,6 m.kr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.872,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 239 m.kr.