Fréttir
Séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur. Ljósm. mm

Skipuleggur viðtalamessur í Akraneskirkju

Séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli gengst fyrir nýjung í kirkjustarfinu á næstunni. Búið er að setja á dagskrá tvær messur sem verða vissulega með óhefðbundnu messuformi. „Þetta form er nýmæli í kirkjustarfi hér á landi, en ég sæki fyrirmyndina til Noregs hvar ég bjó og starfaði áður en ég kom hingað á Akranes til starfa. Það var prestur í norska þjóðþinginu sem innleiddi þetta í kirkjustarf þar í landi. Í viðtalamessum er messuformið stytt og það einfaldað. Aðalefni messunnar er viðtal mitt við gest dagsins,“ segir séra Þráinn í samtali við Skessuhorn. Gestirnir sem um ræðir koma báðir úr stjórnmálunum. Sunnudagskvöldið 18. maí kl. 20 verður Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins gestur. Sunnudaginn 22. júní á sama tíma mun svo Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar verða viðmælandinn.

Skipuleggur viðtalamessur í Akraneskirkju - Skessuhorn