Fréttir

true

Fara í Míluna á hverjum degi

Nemendur í 8. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa í síðustu námslotu og þessari sem nú var að hefjast farið á hverjum skóladegi í Míluna. Mílan er 1,5 km langur göngutúr sem er í stundaskrá nemenda og þannig fastur liður af skóladeginum. Tilgangurinn og markmiðið með Mílunni er að koma aukinni hreyfingu inn í skóladag…Lesa meira

true

Héldu allsherjar brunaæfingu í FVA

Stór brunaæfing fór fram í húsnæði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í morgun. Skólinn var rýmdur og söfnuðust nemendur og starfsfólk saman á skilgreindu svæði þar sem talning fór fram. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar skipulagði æfinguna og vissi starfsfólk fyrirfram ekki hvenær hún yrði, einungis að til stæði að halda hana. Líkt var sem mest eftir…Lesa meira

true

Fyrsta skemmtiferðaskipið væntanlegt á mánudaginn

Fleiri til Grundarfjarðar en fækkun í Stykkishólmi og Flatey og ekkert skip væntanlegt á Akranes Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Grundarfjarðar mánudaginn 5. maí. „Við erum með bókaðar 78 skipakomur í sumar, samkvæmt tölum nú í byrjun apríl. En það eru blikur á lofti. Við höfum orðið vör við afbókanir fyrir þetta sumar og sumarið…Lesa meira

true

Helena ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar 28. apríl sl. voru lagðar fram þær umsóknir sem bárust um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, sem auglýst var 22. mars síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 2. apríl en alls bárust níu umsóknir. Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf voru fengnar til ráðgjafar við úrvinnslu og mat umsókna um starfið. Ráðningarferlið byggði á viðurkenndum aðferðum…Lesa meira

true

Endurskoðað frumvarp um veiðigjald lagt fram á Alþingi

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um leiðréttingu á veiðigjöldum hefur verið dreift á Alþingi. Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgátt frá 25. mars sl. til 3. apríl sl. Samtals bárust 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökum og stofnunum. „Meirihluti umsagna var jákvæður gagnvart þeim tillögum sem kynntar voru í drögunum. Frá sveitarfélögum komu nokkrar…Lesa meira

true

Sindratorfæran fer fram á Hellu á morgun

Hin árlega Sindratorfæra fer fram við Hellu á morgun, laugardaginn 3. maí og hefst klukkan 10. 29 keppendur eru skráðir til leiks í tveimur flokkum. Nokkrir eru að keppa í sinni fyrstu keppni og aðrir sem hafa verið með í áraraðir og enn aðrir sem eru að koma til baka eftir mislangt hlé. Á meðal…Lesa meira

true

Fundu mikið af nikótínpúðum

Starfsfólk í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar var með árlega vortiltekt síðastliðinn föstudag þar sem hreinsað var rusl í nánasta umhverfi hússins og undirbúningur sumarsins hafinn. Árangur tiltektarinnar var meðal annars sex fullir ruslapokar en þar með talið voru ótal nikótínpúðar sem tíndir voru í kringum körfuboltavöllinn og ærslabelginn á Vinavelli. Á vef sveitarfélagsins eru íbúar og gestir…Lesa meira

true

Erill hjá lögreglu

Mikil umferð var í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi síðustu tvær vikur og hafði lögregla afskipti samtals af 176 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og aðrir tveir grunaðir um ölvun við akstur. Nokkrir ökumenn voru kærðir vegna símanotkunar við aksturinn eða fyrir að nota ekki…Lesa meira

true

Hvetja til að einfalda lífið með snjallverslun

Það er ýmislegt sem stjórnendur fyrirtækja gera til að koma þeim á framfæri. Nú rétt í þessu barst óvæntur glaðningur inn á ritstjórn Skessuhorns. Stútfull karfa með ferskum og framandi ávöxtum. Þarna voru á ferðinni þau Sigurður Ólafur Oddsson verslunarstjóri Krónunnar á Akranesi og Fanney Kim Du yfirmaður ávaxtadeildar Krónunnar. Voru þau að kynna snjallverslun…Lesa meira